Nokia 1680 classic - Notkun valmyndarinnar

background image

Notkun valmyndarinnar

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

21

background image

valmynd. Styddu á hætta-takkann til að fara beint í

biðstöðu. Til að breyta útliti valmyndarinnar velurðu

Valmynd > Valkost. > Aðalskjár valm. > Listi eða

Tafla.

6. Skilaboð

Hægt er að skrifa, senda og vista textaskilaboð,

margmiðlunarskilaboð, hljóð- og leifturboð og

tölvupóstskeyti. Aðeins er hægt að nota

skilaboðaþjónustuna ef símkerfið eða þjónustuveitan

styðja hana.

Texta- og margmiðlunarskilaboð

Hægt er að búa til skilaboð og hengja hluti, líkt og myndir,

við þau. Síminn breytir textaskilaboðum sjálfkrafa í

myndskilaboð þegar skrá er hengd við skilaboðin.

Textaskilaboð

Tækið styður sendingu textaskilaboða sem eru lengri en

sem nemur lengdartakmörkunum stakra skilaboða. Lengri

skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð.

Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það.

Stafir sem nota kommur eða önnur tákn, ásamt stöfum

sumra tungumála, taka meira pláss en venjulegir stafir og

takmarka þannig þann stafafjölda sem hægt er að senda í

einum skilaboðum.