Þjónusta Nokia
Farðu á www.nokia.com/support eða vefsvæði Nokia á
þínu svæði til að nýjustu útgáfu af þessari handbók,
viðbótarupplýsingar, niðurhöl og þjónustu sem tengjast
Nokia vörunni þinni.
Stillingaþjónusta
Þú getur einnig sótt ókeypis stillingar, t.d. fyrir MMS, GPRS,
tölvupóst og aðra þjónustu, fyrir símann þinn á
www.nokia.com/support.
Almennar upplýsingar
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
12
Þjónustudeild
Ef þú þarft að hafa samband við
þjónustudeild skaltu skoða lista yfir
þjónustuver Nokia á www.nokia.com/
customerservice.
Viðhald
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næstu
þjónustustöð Nokia á www.nokia.com/repair.
2. Tækið tekið í notkun
SIM-kort og rafhlaða sett í
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður
en rafhlaðan er fjarlægð.
SIM-kortið og snertur þess geta hæglega skemmst ef kortið
rispast eða bognar. Því þarf að fara varlega með kortið
þegar það er sett í eða tekið úr.
1. Hlið símans er fjarlægð með því að ýta á bakhliðina og
renna henni í átt að neðsta hluta símans (1).