Raddupptaka
Til að hefja upptöku velurðu Valmynd > Miðlar >
Uppt.tæki og svo upptökutakkann á skjánum.
Til að hefja upptöku meðan á símtali stendur skaltu velja
Valkost. > Taka upp. Þegar símtal er tekið upp skal halda
símanum í venjulegri stöðu við eyrað. Upptakan er vistuð
í Gallerí > Upptökur.
Til að hlusta á nýjustu upptökuna skaltu velja Valkost. >
Spila síðustu uppt.. Upptaka er send í
margmiðlunarskilaboðum með því að velja Valkost. >
Senda s. upptöku.
13. Forrit
Í hugbúnaði símans kunna að vera nokkrir leikir og Java-
forrit sem eru sérstaklega hönnuð fyrir Nokia-símann.
Veldu Valmynd > Forrit.
Veldu Leikir eða Safn til að opna leik eða forrit. Flettu að
leik eða forriti og veldu Opna.
Til að skoða hve mikið minni er tiltækt fyrir uppsetningu
nýrra leikja og forrita velurðu Valkost. > Staða minnis.
Veldu Valkost. > Hlaða niður > Hl. niður leikjum eða
Hl. niður forritum til að hlaða niður leik eða forriti. Síminn
styður J2ME™ Java-forrit. Gakktu úr skugga um að forritið
sé samhæft símanum áður en því er hlaðið niður.