Upprunalegar stillingar
Til að nota upprunalegar stillingar símans velurðu
Valmynd > Stillingar > Endurheimta forstillingar og
úr eftirfarandi valkostum:
Stillingar
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
35
● Endursetja stillingar eingöngu — til að núllstilla
símann án þess að eyða persónulegum gögnum.
● Núllstilla allt — til að núllstilla símann og eyða öllum
persónulegum gögnum (t.d. tengiliðum, skilaboðum og
hljóð- og myndskrám).
10. Valmynd símafyrirtækis
Aðgangur að þjónustu sem símafyrirtækið býður upp á.
Hafa skal samband við símafyrirtækið til að fá nánari
upplýsingar. Símafyrirtækið getur uppfært þessa valmynd
með þjónustuboðum.
11. Gallerí
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að
afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t.
hringitóna) og annað efni.
Efni sem verndað er með notkunarleyfi (DRM) fylgir
viðeigandi opnunarlykill sem tilgreinir rétt þinn á að nota
efnið.
Síminn styður notkunarleyfakerfi (Digital Rights
Management, DRM) til varnar aðfengnu efni. Ætíð skal
kanna afhendingarskilmála alls efnis og opnunarlykla áður
en það er sótt þar sem það getur verið háð greiðslu.
Til að skoða möppurnar velurðu Valmynd > Gallerí.