Aðgerðir án SIM-korts
Hægt er að nota suma valkosti í símanum án þess að SIM-
kort sé í honum, eins og valkosti skipuleggjara og leiki.
Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki
hægt að nota.
3. Símtöl
Símtöl – hringt og svarað
Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt lands- og
svæðisnúmeri, ef þess þarf með. Ýttu á hringitakkann til að
hringja í númerið. Flettu til hægri til að auka hljóðstyrk
heyrnar- eða höfuðtólsins meðan á símtali stendur og til
vinstri til að minnka hann.
Ýttu á hringitakkann til að svara mótteknu símtali. Ýtt er á
hætta-takkann til að hafna símtali.